Fimleikafélög

GymPro vinnur með fimleikafólki og félögum 

 

Við hjá GymPro bjóðum fimleikafélögum og hópum upp á sérsniðna fimleikabúninga og æfingafatnað í hæsta gæðaflokki. Við sérhæfum okkur í búningum frá hinu vandaða vörumerki  Gimar Gym sem er leiðandi vörumerki í fimleikafatnaði á Spáni og í suður Evrópu. Einnig hefur Gimar Gym sótt á markaðinn í Svíþjóð og Danmörku á  síðustu árum, og framleiðir sérhannaða búninga fyrir fjölda félaga og hópa. Til marks um gæði og áreiðanleika, þá er Gimar Gym opinber styrktaraðili spænska landsliðsins í áhaldafimleikum.

  • Hönnun fyrir þitt félag

GymPro er með fjölbreytt úrval af ólíkum bolum sem eru allir einstakir í útliti. Okkar bolir eru glæsilegir, fylgja nýjustu tískustraumum og eru gerðir úr efnum úr hæsta gæðaflokki.

Til þess að geta lagt inn pöntun um sérhannaða fimleikaboli fyrir þitt félag eða hóp þá þarf að panta að minnsta kosti tólf stykki. Viðskiptavinurinn á svo hönnunina í tvö ár en GymPro ábyrgist áframhaldandi framboð af bolnum í að minnsta kosti fjögur ár. Hönnunin nær utan um meira en einungis liti og efnisval. GymPro vinnur með einkenni, þarfir og hugmyndir félagsins strax frá upphafi og niðurstaðan er einstakur búningur sem einkennir hópinn þinn. Hönnunin getur komið frá fyrirmynd úr vöruúrvali okkar þar sem hægt er að velja liti og efni eftir eigin höfði en einnig er hægt að byrja frá grunni þar sem viðskiptavinurinn kemur með fyrstu tillögu að hönnun.

Hér má sjá bækling með hönnun sem félög hafa unnið í samstarfi við okkur. (Hönnun fyrir þitt félag)

  • Hversu langan tíma tekur það að fá vöruna afhenta?

Afhendingartími frá því að við tökum á móti pöntun, er um 4-6 vikur

Gimar Gym framleiðir allar sínar vörur í eigin húsnæði í Mataró í Barcelona. Þeir hafa fulla stjórn yfir framleiðsluferlinu, gæðum og afhendingartíma og ábyrgjast vöru sem er engri lík.

  • Hvernig virkar hönnunarferlið?

Við bjóðum upp á ólíka valmöguleika. Þú getur blandað saman mismunandi tegundum efna og valið hönnun úr vörulínum okkar eða þú getur hannað þinn eigin bol og við aðstoðum þig við val á litum, mynstrum og efni.

  •  Ferlið er þrjú einföld skref.
  1. Þú hefur samband við okkur í gegnum tölvupóst eða síma og sendir okkur síðan uppkast að hönnuninni. Við getum að sjálfsögðu aðstoðað þig með hugmyndir ef þú óskar þess.
  2. Við aðlögum svo uppkastið frá þér að tæknilegri og faglegri tillögu þar sem þú færð alvöru tilfinningu fyrir því hvernig útkoman mun verða.
  3. Þegar þú ert orðinn alveg sátt/ur með tillöguna þá framleiðum við bolina og útkoman verður einstakur fimleikabolur fyrir þitt félag.
  • Hvernig panta ég fimleikabúninga fyrir félagið mitt?

Það er einfalt, þú sendir okkur póst á info@gympro.is og við höfum samband við ykkur með frekari upplýsingum.