Þvottur

Þvottaleiðbeiningar fyrir fimleikaboli.

  • Bolinn skal helst þvo í höndunum. Snúið bolnum á rönguna og handþvoið með köldu vatni, notið eins litið þvottaefni og mögulegt er.
  • Ef þú telur nauðsynlegt að þvo bolinn í þvottavél þá skaltu þvo hann á röngunni og á stuttu prógrammi, mest 30°. Notið eins lítið þvottaefni og mögulegt er.
  • Notið ekki þvottaefni með klór ef bolurinn er ekki allur hvítur á litinn.
  • Látið bolinn liggja alveg flatan þegar hann er þurrkaður. Ekki þurrka bolinn í þurrkara eða þurrkskáp.
  • Bolir með steinum: Handþvoið með þvottaefni sem inniheldur ekki klór. Leysið þvottaefnið almennilega upp í vatni áður en þvegið er.
  • Þessar þvottaleiðbeiningar gilda einnig fyrir handsaumaða boli og kjóla sem ekki eru með steinum, perlum eða pallettum.