Gympro var stofnað í ársbyrjun 2017 og er dreifingaraðili fyrir Gimar fimleikafatnað á Íslandi.
Markmið með stofnun Gympro er að stuðla að gagnsæi og heilbrigðri samkeppni í sölu á fimleikafatnaðar á Íslandi og bjóða fimleikafélögum, hópum og einstaklingum raunverulegan valkost með tilliti til gæða og verðlags á fimleikafatnaði.
Gympro býður upp á alhliða lausnir fyrir fimleikafélög, hópa og einstaklinga og býður upp á fjölbreytta línu fimleikafatnaðar sem og sérsniðna keppnis og æfingabúninga handa fimleikafólki .
Gimar Gym er spænskt vörumerki, sérhæft í hönnun og framleiðslu á búningum fyrir fimleika, listskauta og ballett.
Gimar Gym er vörumerkið sem spænskt fimleikafólk kýs að nota. Gimar Gym er leiðandi í framleiðslu á fimleikabolum og einnig öflugt innan annara greina þar sem krafist er mikilla gæða og aðlögunarhæfni. Þetta hefur gert það að verkum að fyrirtækið er í dag mjög stórt á spænska markaðnum.
Gimar Gym var stofnað árið 1995 og framleiddi fyrst um sinn sundklæðnað en eigendurnir sáu fljótt að framleiðsla þeirra hentaði vel fyrir fimleikafatnað og að markaðstækifæri voru til staðar. Gimar byrjaði því að hanna og framleiða fimleikaboli. Í dag framleiðir Gimar fatnað fyrir áhaldafimleika karla og kvenna, hópfimleika, listskauta og ballett.
Gimar metur gæði fimleikabola eftir getu bolanna til að aðlaga sig að líkama fimleikamannsins. Eftir rannsóknir og þróunarvinnu varð til módel sem passar í skilgreiningu fyrirtækisins um gæði fimleikabola. Þetta gerir það að verkum að iðkandanum líður vel í bolnum sem aðlagar sig að líkamanum án þess að valda óþægindum. Gimar lætur þetta ekki nægja heldur tekur eitt skref til viðbótar og sérhannar útlit bolsins.
Afhverju Gimar Gym?