Um okkur

Samstarf Gimar & GymPro

Gympro var stofnað í ársbyrjun 2017 og er dreifingaraðili fyrir Gimar fimleikafatnað á Íslandi.

Markmið með stofnun Gympro er að stuðla að gagnsæi og heilbrigðri samkeppni í sölu á fimleikafatnaðar  á Íslandi og bjóða fimleikafélögum, hópum og einstaklingum raunverulegan valkost með tilliti til gæða og verðlags á fimleikafatnaði.

Gympro býður upp á alhliða lausnir fyrir fimleikafélög, hópa og einstaklinga og býður upp á fjölbreytta línu fimleikafatnaðar sem og sérsniðna keppnis og æfingabúninga handa fimleikafólki .

 

 

Gimar Gym er spænskt vörumerki, sérhæft í hönnun og framleiðslu á búningum fyrir fimleika, listskauta og ballett.

Gimar Gym er vörumerkið sem spænskt fimleikafólk kýs að nota. Gimar Gym er leiðandi í framleiðslu á fimleikabolum og einnig öflugt innan annara greina þar sem krafist er mikilla gæða og aðlögunarhæfni. Þetta hefur gert það að verkum að fyrirtækið er í dag mjög stórt á spænska markaðnum.

Gimar Gym var stofnað árið 1995 og framleiddi fyrst um sinn sundklæðnað en eigendurnir sáu fljótt að framleiðsla þeirra hentaði vel fyrir fimleikafatnað og að markaðstækifæri voru til staðar. Gimar byrjaði því að hanna og framleiða fimleikaboli. Í dag framleiðir Gimar fatnað fyrir áhaldafimleika karla og kvenna, hópfimleika, listskauta og ballett.

  • Þá er Gimar Gym einnig opinber styrktaraðili spænska landsliðsins í áhaldafimleikum.

Gimar metur gæði fimleikabola eftir getu bolanna til að aðlaga sig að líkama fimleikamannsins. Eftir rannsóknir og þróunarvinnu varð til módel sem passar í skilgreiningu fyrirtækisins um gæði fimleikabola. Þetta gerir það að verkum að iðkandanum líður vel í bolnum sem aðlagar sig að líkamanum án þess að valda óþægindum. Gimar lætur þetta ekki nægja heldur tekur eitt skref til viðbótar og sérhannar útlit bolsins.

Afhverju Gimar Gym?

  • Gimar Gym hefur skapað sér sérstöðu með því að bjóða viðskiptavinum sínum hágæða vöru úr besta efni sem völ er á.
  • Gimar Gym sérhæfir sig í sérhönnuðum búningum og eru leiðandi í sérhönnun búninga fyrir félög og hópa. Hönnunin nær utan um meira en einungis liti og efnisval, Gimar Gym vinnur með einkenni, þarfir og hugmyndir félagsins strax frá upphafi og niðurstaðan er einstakur búningur sem einkennir hópinn. Hægt er að sérsníða bol úr vörulínum með því að velja liti og lycra efni,  en einnig er hægt að hanna bolinn frá grunni þar sem viðskiptavinurinn teiknar fyrstu tillögu að hönnun. Hönnunin er eign viðskiptavinarins í tvö ár en Gimar ábyrgist áframhaldandi framboð af hönnuninni í að minnsta kosti fjögur ár.
  • Gimar Gym er einnig með mikið úrval ólíkum bolum sem eru allir einstakir í útliti. Þessir bolir eru flottir, fylgja nýjustu tískustraumum og eru gerðir úr lycra í hæsta gæðaflokki.
  • Gimar Gym framleiðir allar sínar vörur í eigin húsnæði í Mataró í Barcelona. Þeir hafa fulla stjórn yfir framleiðsluferlinu, gæðum og afhendingartíma og ábyrgjast vöru sem er engri lík.